Mannabreytingar í samráðsnefndinni.

0

Ingibjörg Marta Bjarnadóttir kemur í stað Sif Guðjónsdóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins í samræmingarnefndinni um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Samræmingarnefndin er því þannig skipuð nú:

  • Sesselja Bjarnadóttir, umhverfisráðuneyti, formaður;
  • Áki Ármann Jónsson, sviðsstjóri, tilnefndur af umhverfisráðuneyti;
  • Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti;
  • Karólína Guðjónsdóttir, landfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga;
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri, tilnefndur af Landmælingum Íslands;
  • Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneyti;
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti;
  • Þorgeir Ólafsson, sérfræðingur, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti;
  • Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, landfræðingur, tilnefnd af samtökum um landupplýsingar á Íslandi;
  • Þorvaldur Bragason, sérfræðingur, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti.

Landupplýsingagáttinn í uppfærslu fimmt. 29. mars

0

Tæknimenn hjá Landmælingum vilja koma því á framfæri að Landupplýsingagáttin mun verða óvirk á fimmtudaginn 29. mars frá kl. 13:00 og fram eftir degi. Ástæða þessa er uppfærsla á hugbúnaðinum og viðhald.

Þeir sem hyggjast skrá gögn inní gáttina þennan dag verða því að gera aðrar áætlanir eða drífa sig í að klár allt fyrir hádegi.

Vonum að þetta komi ekki að sök

Grunngerðar gengið :)

 

Breytingar á lögum um LMÍ

0

Með lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar fá Landmælingar Íslands nýtt hlutverk.Breytingar verða á 4 gr. laga um landmælingar og grunnkortagerð en þar bætist við nýr töluliður sem segir: „ Að fara með framkvæmd laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, þ.m.t. að sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun landupplýsingagáttar.

© Copyright Grunngerð landupplýsinga - Theme by Pexeto