UM INSPIRE


INSPIRE-tilskipunin öðlaðist gildi 15. maí 2007 og verður hrint í framkvæmd í mismunandi skrefum en í Evrópusambandsríkjunum er gert ráð fyrir að hún verði að fullu innleidd árið 2019.

Hversvegna INSPIRE
“Grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópu (INSPIRE) er tilskipun samþykkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, yfirstjórn ESB, til að koma á fót víðtækri grunngerð fyrir  landupplýsingar í Evrópu (SDI – Spatial Data Infrastructure). Markmið hennar er að tengja saman á vefnum grunngerðir Evrópulandanna í eitt landupplýsingasamfélag sem í eru evrópskir framleiðendur og notendur landupplýsinga.  Þetta er gert til að bæta ákvarðanatöku og aðgerðir í þágu afkastameiri og sjálfbærari Evrópu ” frá ESRI.com

Eftirfarandi er skilgreining fengin af heimasíðu INSPIRE en þar er gerð grein fyrir markmiðum og sameiginlegum grundvallarreglum INSPIRE tilskipunarinnar:

“INSPIRE-tilskipunin stefnir að því að búa til grunngerð fyrir landupplýsingar innan Evrópusambandsins. Þetta mun gera opinberum aðilum kleift að skiptast á landupplýsingum um umhverfismál og auðvelda almenningi aðgengi að staðbundnum landupplýsingum af allri Evrópu.“

Grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópu mun aðstoða við stefnumótun yfir landamæri. Þess vegna eru þær landupplýsingar sem falla undir tilskipunina yfirgripsmiklar og innihalda mikið úrval af staðbundnum og tæknilegum þemum.

  • Grundvallaratriði INSPIRE tilskipunarinnar eru:
  • Gögnum ætti að safna aðeins einu sinni og þau vera vistuð þar sem hægt er viðhalda þeim á sem áhrifaríkastan hátt.
  • Gögn frá mismunandi stofnunum í Evrópu ætti að vera hægt að nýta saman „saumlaust“ og miðla til mismunandi notenda.
  • Gögn sem er safnað á einu stjórnsýslustigi skulu geta nýst á öðrum stjórnsýslustigum.
  • Þau gögn sem teljast nauðsynleg til að sinna góðri stjórnsýslu, á öllum stjórnstigum, skulu vera til staðar og aðgengileg.
  • Auðvelt á að vera að finna hvaða landupplýsingar eru til, hvernig hægt er að nota þær til að mæta fyrirfram skilgreindum þörfum og hvaða skilmálar eru um aðgengi og notkun þeirra.

 

Að auki eru hér nokkur myndbönd sem hægt er að mæla með og kynna INSPIRE-tilskipunina :

INSPIRE Schema Transformation Network Service video

Europe Inspired: Part 1
Europe Inspired: Part 2
Europe Inspired: Part 3
© Copyright Grunngerð landupplýsinga - Theme by Pexeto