Grunngerðarvefurinn breytist

0

Frá og með morgundeginum 11. maí 2012 verður Grunngerðarvefurinn hluti af nýjum vef Landmælinga á www.lmi.is. Ef eitthvað er ekki að skila sér sem skildi eftir það þá endilega hafið samband við lmi á elf@lmi.is . Með nýrri heimasíðu LMÍ er verið að færa vefinn í umhverfi sem auðveldar uppfærslur og meðferð á vefnum ásamt samtengingu þeirra við s.s. samfélagsmiðla.

Lýsigagnagáttinn – upplýsingar fyrir notendur

0

Undanfarnar vikur höfum við verið að skerpa á verklagi í kringum skráningu lýsigagna í Landupplýsingagáttina. Við hvetjum alla til að hefja skráningu og hikið ekki við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar koma upp.

Lesa meira»

Heimsókn til KMS

0

Dagana 24. – 25. apríl fóru fjórir sérfræðingar LMÍ til KMS, systurstofnunar sinnar í Danmörku, til að miðla reynslu hvors annars af INSPIRE verkefninu. Þeir þættir sem voru til umfjöllunar voru lýsigögn (e. metadata), umbreyting gagna (e. data transformation), INSPIRE gáttir og þjónustur og að lokum innri grunngerð landupplýsinga (e. National SDI). Reynslan og þekkingin sem fékkst með þessari ferð kemur í góðar þarfir á núverandi stigum innleiðingar INSPIRE á Íslandi.

Grunngerð landupplýsinga í Danmörku

0

Fundur með Ulla Kronborg Mazzoli frá dönsku kortastofnuninni KMS

Fimmtudaginn 22. mars 2012 boðuðu Landmælingar Íslands til fundar meðal sérfræðinga frá stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum sem þurfa að takast  á við að innleiða ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi
en þau lög byggja á svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins.

Gestur fundarins og aðalfyrirlesari var Ulla Kronborg Mazzoli frá dönsku kortastofnuninni KMS en hún er landstengiliður vegna innleiðingar grunngerðar landupplýsinga í Danmörku. Auk Ullu héldu Eydís Líndal Finnbogadóttir forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands og Árni Geirsson verkfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta fyrirlestra. Eydís fór yfir hvar við stöndum í innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi og Árni sýndi dæmi um hvernig staðlar og gagnamódel sem hafa verið útbúin vegna INSPIRE-tilskipunarinnar nýtast beint með mikilli hagræðingu í för með sér við að byggja stafrænt skipulag á Íslandi á grundvelli nýrra skipulagslaga og nýrrar skipulagsreglugerðar. Fundarstjóri var Saulius Prizginas en Gunnar H. Kristinsson forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands flutti samantekt í lok fundarins.

Glærur fyrirlesarar og samantekt Gunnars er hægt að nálgast hér fyrir neðan:

INSPIRE – What is needed? - Ulla Kronborg Mazzoli, KMS

Innleiðing Inspire á Íslandi – hvar erum við stödd? - Eydís Líndal Finnbogadóttir, LMÍ

Stafrænt skipulag - Árni Geirsson, Alta

Samantekt af fundinum - Gunnar H. Kristinsson, LMÍ

Villa í Internet Explorer 9 við notkun Landupplýsingagáttar

0

Þeir sem eru með Internet Explorer 9 hafa lent í vandræðum með Landupplýsingagáttina (http://gatt.lmi.is).  Þar til þessi villa verður löguð hafa notendur tvo möguleika:

  1. Nota einhvern af eftirarandi vefskoðurum :  Chrome, Firefox, Internet Explorer 8 eða Safari
  2. Nota Internet Explorer 9 með kveikt á “Compatability View”. Það er gert með þvi haka við Tools->Compatability View

 

© Copyright Grunngerð landupplýsinga - Theme by Pexeto